Enski boltinn

Hicks: Parry er hrokafullur og vanhæfur

NordcPhotos/GettyImages

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, hefur nú útskýrt af hverju hann ritaði Rick Parry framkvæmdastjóra félagsins bréf á dögunum og bað hann að segja af sér.

Deilur eigendanna Hicks og George Gillett urðu enn eldfimari fyrir helgina þegar upp komst um bréfaskriftir Hicks til Parry, en Bandaríkjamaðurinn hefur nú útskýrt af hverju hann vill losna við framkvæmdastjóra félagsins til tíu ára.

"Rick Parry hefur verið framkvæmdastjóri félagsins í áratug og liðið hefur ekki orðið meistari á þeim tíma. Tekjur félagsins hafa ekki aukist í samræmi við hin félögin á toppnum og því er erfitt að keppa við þau," sagði Hicks í samtali við Mail on Sunday.

"Eftir að hafa fylgst með störfum hans komst ég að þeirri niuðrstöðu að best væri að biðja hann að segja af sér, vegna vanhæfni hans til að stýra félaginu og hrokafulls sambands hans við stuðningsmanna og samskiptaleysis við knattspyrnustjórann," sagði Hicks, sem ætlar ekki að bíða boðanna með að finna eftirmann Parry.

"Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum og það er mikilvægt að finna eftirmann Parry helst í næsta mánuði svo hann geti byrjað að vinna með Benitez við að finna nýja leikmenn."
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.