Enski boltinn

Manucho ekki kominn með atvinnuleyfi

Ferguson hefur lofað Manucho að redda honum atvinnuleyfi
Ferguson hefur lofað Manucho að redda honum atvinnuleyfi AFP

Angólamaðurinn Manucho Goncalves sem keyptur var til Manchester United á dögunum er enn ekki kominn með atvinnuleyfi á Englandi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við United skömmu fyrir jól eftir að hafa staðið sig vel á reynslutíma sínum hjá félaginu.

Nú er óvíst að Manucho geti gengið til liðs við félaga sína hjá United strax eftir Afríkukeppnina eins og til stóð af því illa gengur að koma atvinnuleyfi hans í gegn.

Manucho hefur hinsvegar ekki miklar áhyggjur og segir að Sir Alex Ferguson hafi lofað sér að koma málum hans á hreint.

"Það gengur illa að fá atvinnuleyfi en herra Ferguson er búinn að lofa mér að gera sitt besta svo ég geti haldið mér hjá liðinu," sagði Angólamaðurinn í samtali við News of the World.

Sagt er að til greina komi að Manucho fari jafnvel sem lánsmaður til Panathinaikos í Grikklandi ef hann fær ekki atvinnleyfi á Englandi, en þar er portúgalskur þjálfari við stjórnvölinn sem er í góðum tengslum við Carlos Queiroz, aðstoðarstjóra Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×