Enski boltinn

Arsenal áfram eftir sigur á Burnley

Jóhannes Karl í baráttu við Denilson
Jóhannes Karl í baráttu við Denilson NordicPhotos/GettyImages

Arsenal er komið í fjórðu umferð enska bikarsins eftir 2-0 útisigur á Jóhannesi Karli Guðjónssyni og félögum í Burnley í dag.

Burnley byrjaði mjög vel í leiknum og átti m.a. skalla í slá áður en hinn eldheiti Eduardo skoraði enn eitt markið sitt fyrir Arsenal. Þáttaskil urðu svo í leiknum þegar Kyle Lafferty var rekinn af velli með rautt spjald eftir tæklingu á Gilberto og eftirleikurinn því auðveldur fyrir úrvalsdeildarliðið.

Það var svo danski markvarðahrellirinn Nicklas Bendtner sem skoraði sigurmark Arsenal eftir undirbúning Eduardo. Jóhannes Karl Guðjónsson var á varamannabekk Burnley í leiknum en kom inn sem varamaður á 75. mínútu.

Derby þarf að mæta Sheffield Wednesday á ný eftir að liðin skildu jöfn 2-2 á heimavelli úrvalsdeildarliðsins og sömu sögu er að segja um úrvalsdeildarlið Fulham sem náði aðeins 2-2 jafntefli gegn Bristol Rovers heima eftir að hafa tvisvar lent undir í leiknum. Fulham hefur ekki unnið í síðustu 10 leikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×