Innlent

Mikið tjón í eldsvoða við Neshaga

Mikið tjón varð í nótt þegar eldur kviknaði í íbúð í blokk við Neshaga í Reykjavík. Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu laust fyrir klukkun eitt og stóð þá íbúðin í björtu báli.

Húsráðandi, einstæð móðir, er stödd erlendis. Átta aðrar íbúðir eru í sama stigagangi en engan sakaði. Ein fjölskylda var flutt á hótel af öryggisástæðum þar sem hún gisti í nótt. Mikill reykur myndaðist vegna eldsins og þurfti slökkviliðið að reykræsta stigaganginn og nálægar íbúðir. Eldsupptök eru ókunn en að sögn lögreglu er talið líklegt að um íkveikju hafi verið að ræða.

Um klukkan hálf tvö barst svo tilkynning um að kveikt hefði verið í yfirgefnu húsi við Nesveg á Seltjarnarnesi. Var um mikinn eld að ræða og tók það slökkviliðið klukkustund að ráða niðurlögum hans. Engan sakaði.

Mikill erill var hjá slökkviliðinu í nótt og þurfti tólf sinnum að kalla út dælubíl, aðallega vegna elds í ruslagámum af völdum flugelda eða íkveikju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×