Enski boltinn

Defoe að semja við Tottenham?

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið News of the World fullyrðir að framherjinn Jermain Defoe hjá Tottenham sé við það að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið sem muni greiða honum 40,000 pund í vikulaun með öllum bónusum.

Defoe á aðeins 18 mánuði eftir af samningi sínum og hefur lengi verið í samningaviðræðum um að framlengja. Það hefur ekki hjálpað til að hann hefur ekki fengið mikið að spila eftir vaska framgöngu þeirra Robbie Keane og Dimitar Berbatov.

Svo virðist sem Defoe ætli því að vera áfram hjá Tottenham og berjast fyrir sæti sínu þrátt fyrir að Dimitar Berbatov virðist ekki vera á förum frá félaginu eins og margt benti til. Tottenham hefur gefið það út að hann fari ekki frá félaginu í janúar.

"Það er væntanlega stutt í að við getum flutt góðar fréttir af Defoe," sagði heimildamaður News of the World. Lið á borð við West Ham, Portsmouth og Aston Villa hafa öll verið orðuð við Defoe á síðustu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×