Enski boltinn

Cahill fer í þriggja leikja bann

NordicPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Tim Cahill hjá Everton þarf að sitja af sér þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í tapi liðsins gegn Liverpool um síðustu helgi.

Everton áfrýjaði spjaldinu til enska knattspyrnusambandsins en áfrýjuninni var vísað frá í dag.

Cahill fékk rautt spjald fyrir tæklingu sína á Xabi Alonso hjá Liverpool, en Everton tapaði leiknum 2-0 á heimavelli.

Þessi tíðindi eru nokkuð áfall fyrir Everton, þar sem liðið hefur ekki byrjað sérstaklega vel á leiktíðinni og á nú fyrir höndum leiki gegn Newcastle, Arsenal og Manchester United án miðjumannsins sterka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×