Innlent

Hraðamyndavélar í Fáskrúðsfjarðargöngum

Ökumenn á leið um Fáskrúðsfjarðargöng mega framvegis reikna með sektum aki þeir of hratt um göngin því á morgun verða hraðamyndavélar teknar í notkun þar.

Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að uppsetning vélanna sé liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og tilgangurinn að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Það eru samgönguráðuneytið, ríkislögreglustjóri, Umferðarstofa og Vegagerðin sem vinna að uppsetningu hraðamyndavélanna og á næstu vikum munu fleiri vélar bætast við á þjóðvegum landsins.

Vélarnar mynda hraðabrot og eru upplýsingar um það sendar samstundis til lögreglunnar. Þess er getið að myndatakan hafi verið heimiluð af Persónuvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×