Hollendingar kaupa Hníf Abrahams 30. október 2008 05:30 Tómas Hermannsson. Útgefandinn segir Hníf Abrahams innlegg í umræðuna um trúabragðadeilur múslima og kristinna. „Fyrsta spennusaga Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abrahams, hefur verið seld til Hollands. Er það hollenska spennusagnaforlagið Verbum Crime sem hefur tryggt sér útgáfuréttinn og er þýðingarvinna langt komin," segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögur forlagi. Hnífur Abrahams hlaut góðar viðtökur í fyrra þegar hún kom út hér á landi en rauður þráður bókarinnar er trúardeilur múslima og kristinna. „Já, þeir hjá Verbum Crime horfa ekki síst til þess og binda nokkrar vonir við að skáldsagan muni hitta í mark því þetta hefur verið ofarlega á baugi í Hollandi, eða allt frá því að leikstjórinn Theo Van Gogh var myrtur árið 2004 eftir sýningu myndar hans um Kóraninn." Mynd van Goghs, „Auðmýkt", var um íslam og konur og vakti mikla gremju meðal múslima í Hollandi þegar hún var sýnd í sjónvarpi. Tómas gerir vitaskuld ekki ráð fyrir sambærilegum viðbrögðum við Hnífi Abrahams en telur hana ótvírætt innlegg í umræðuna. „Þá hefur Verbum Crime einnig sýnt nýrri spennusögu Óttars áhuga, en hún nefnist Sólkross, er sjálfstætt framhald Hnífs Abrahams og kom út fyrir fáeinum dögum." - jbg Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Fyrsta spennusaga Óttars M. Norðfjörð, Hnífur Abrahams, hefur verið seld til Hollands. Er það hollenska spennusagnaforlagið Verbum Crime sem hefur tryggt sér útgáfuréttinn og er þýðingarvinna langt komin," segir Tómas Hermannsson útgefandi hjá Sögur forlagi. Hnífur Abrahams hlaut góðar viðtökur í fyrra þegar hún kom út hér á landi en rauður þráður bókarinnar er trúardeilur múslima og kristinna. „Já, þeir hjá Verbum Crime horfa ekki síst til þess og binda nokkrar vonir við að skáldsagan muni hitta í mark því þetta hefur verið ofarlega á baugi í Hollandi, eða allt frá því að leikstjórinn Theo Van Gogh var myrtur árið 2004 eftir sýningu myndar hans um Kóraninn." Mynd van Goghs, „Auðmýkt", var um íslam og konur og vakti mikla gremju meðal múslima í Hollandi þegar hún var sýnd í sjónvarpi. Tómas gerir vitaskuld ekki ráð fyrir sambærilegum viðbrögðum við Hnífi Abrahams en telur hana ótvírætt innlegg í umræðuna. „Þá hefur Verbum Crime einnig sýnt nýrri spennusögu Óttars áhuga, en hún nefnist Sólkross, er sjálfstætt framhald Hnífs Abrahams og kom út fyrir fáeinum dögum." - jbg
Mest lesið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira