Þorsteinn lætur gagnrýni ekki hafa áhrif 10. janúar 2008 18:40 Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. Árni sendi frá sér rökstuðning í fyrradag vegna skipunar Þorsteins í dómarastöðuna. Skipunin hefur verið umdeild þar sem Árni gekk gegn áliti nefndar sem mat hæfi umsækjenda um starfið og skipaði Þorstein þrátt fyrir að þrír umsækjendur um starfið væru metnir hæfari. Dómnefndin sem mat hæfni umsækjendanna sendi í gær frá sér greinagerð þar sem hún átaldi störf ráðherrans. Nefndin sagði dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og gegnið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Árni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag greinagerðina gallaða. Hún sé ógagnsæ, lítið rökstudd og í henni gæti innra ósamræmis við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Árni segir nefndina fara með rangt mál þegar hún haldi því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það séu bæði nýleg og eldri dæmi. Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfi dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mahtiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Nefndin standi við greinagerð sína. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir rökstuðning Árna ekki halda vatni. Það sé ákaflega dapurlegt hvernig fjármála- og iðnaðarráðherra séu að gefa öllu sem heitir fagleg aðferðafræði, við mannráðningar hjá hinu opinbera, langt nef. Þorsteinn hefur tekið við dómarastarfinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að deilurnar væru ekki hans mál. Það hefði ekki hvarflað að honum að þiggja ekki stöðuna eða segja upp starfinu vegna deilnanna. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Þorsteinn Davíðsson segist ekki ætla að hætta störfum sem dómari við héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands þrátt fyrir gagnrýni á ráðninguna. Árni M. Mathiesen segir dómnefnd um hæfi umsækjenda fara með rangt mál, en formaður nefndarinnar segir Árna fara með rangfærslur. Árni sendi frá sér rökstuðning í fyrradag vegna skipunar Þorsteins í dómarastöðuna. Skipunin hefur verið umdeild þar sem Árni gekk gegn áliti nefndar sem mat hæfi umsækjenda um starfið og skipaði Þorstein þrátt fyrir að þrír umsækjendur um starfið væru metnir hæfari. Dómnefndin sem mat hæfni umsækjendanna sendi í gær frá sér greinagerð þar sem hún átaldi störf ráðherrans. Nefndin sagði dómsmálaráðherra hafa tekið ómálefnalega ákvörðun og gegnið að starfsheiðri og tilverugrundvelli dómnefndarinnar. Árni sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag greinagerðina gallaða. Hún sé ógagnsæ, lítið rökstudd og í henni gæti innra ósamræmis við mat á reynslu sem hin ýmsu störf gefa. Árni segir nefndina fara með rangt mál þegar hún haldi því fram að það sé einsdæmi að ráðherra fari ekki að áliti nefndarinnar. Um það séu bæði nýleg og eldri dæmi. Pétur Kr. Hafstein, formaður dómnefndar sem metur hæfi dómara, segir slíkar rangfærslur yfirlýsingu Árna M. Mahtiesen, setts dómsmálaráðherra, í dómaramálinu að nefndin vilji ekki elta ólar við þær í fjölmiðlum. Nefndin standi við greinagerð sína. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, segir rökstuðning Árna ekki halda vatni. Það sé ákaflega dapurlegt hvernig fjármála- og iðnaðarráðherra séu að gefa öllu sem heitir fagleg aðferðafræði, við mannráðningar hjá hinu opinbera, langt nef. Þorsteinn hefur tekið við dómarastarfinu. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að deilurnar væru ekki hans mál. Það hefði ekki hvarflað að honum að þiggja ekki stöðuna eða segja upp starfinu vegna deilnanna.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira