Lögmaður kvótalausa skipstjórans: Vonandi tímamótadómur Breki Logason skrifar 10. janúar 2008 14:55 „Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu. „Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu. „Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt." Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006. „Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík. Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um. „Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það." Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira
„Í mínum huga eru íslensk fiskveiðilög búin til úr engu,“ segir Lúðvík Kaaber, lögmaður Arnar Sveinssonar, sem sýknaður var af Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna í Genf fyrir brot á íslenskum fiskveiðilögum fyrir skömmu. Vísir sagði frá því fyrr í dag að Örn hefði verið sýknaður en Lúðvík segir málið vonandi marka tímamótum í málum tengdum kvótakerfinu. „Sá dómur sem gerir fiskveiðikerfið löglegt fellur í raun ekkert fyrr en 6.apríl árið 2000 í svokölluð Vatnseyrarmáli. Sá dómur féll eftir þrýsting frá ráðherrum og hagsmunaaðilum. Það er mín skoðun að þar hafi rangur dómur fallið og eftir það er sífellt erfiðara að leggja þetta kerfi af," segir Lúðvík sem hefur ekki mikla trú á íslenska fiskveiðikerfinu. „Kerfi sem byggist á gefnum forréttindum er vonlaust. Þú þarft ekki að leita hjá mörgum lögfræðingum eftir þeirri skoðun. Hæstiréttur er hinsvegar ekki þeirrar skoðunar og það er alveg hryllilegt." Lúðvík segir að Örn og félagi hans hafi verið dæmdir í Hæstarétti þar sem vísað var í Vatnseyrardóminn. Í kjölfarið á því senda þeir kæru til Genfar og mannréttindanefndin tekur mál þeirra fyrir sumarið 2006. „Þá er tilkynnt að um kæruna sé haldinn trúnaður og um hana sé ekki talað. Þeir hafa síðan þagað og beðið niðurstöðunnar sem nú er komin," segir Lúðvík. Aðspurður um hvers vegna Örn og félagi hans hafi verið sýknaðir fyrir að hafa veitt kvótalausir segir Lúðvík að þeir hafi séð fram á að geta ekki sinnt sínu ævistarfi. „Þeir höfðu valið sér menntun og stefnt að því að starfa við þetta. Síðan er ekkert grundvöllur fyrir því að vinna við þetta þegar menn þurfa að borga 80% af öllum sínum tekjum til einhvers sem bara er þarna og á kvótann," segir Lúðvík og er þar að tala um hinn svokallað leigumarkað sem félagarnir urðu að vera á eftir að hafa verið synjað um kvóta sem þeir sóttu um. „Þeir leituðu síðan til æðsta dómstóls í landinu til þess athuga hvort þetta stæðist íslensk grundvallarlög og fengu það." Mannréttindanefndin í Genf er síðan ósammála þeim úrskurði Hæstaréttar og staðfestir það með dómi sínum í máli félaganna.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sjá meira