Enski boltinn

Redknapp neitar orðrómi um Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Harry Redknapp, stjóri Portsmouth.
Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Harry Redknapp segir ekkert hæft í þeim orðrómi að hann verði næsti knattspyrnustjóri Newcastle en Sam Allardyce var rekinn frá félaginu í gær.

Alan Shearer var fyrst orðaður við starfið en hann sagði að hann vildi ekki taka því að svo stöddu. Var þá Redknapp næst orðaður við stöðuna.

Hann er knattspyrnustjóri Portsmouth og segist ætla að vera áfram þar.

„Ég veit ekkert um þetta. Ég hef ekki rætt við neinn hjá Newcastle. Ég fékk ekki fyrri löngu tilboð um að taka við stórum klúbbi að mínu mati en ég þekktist ekki boðið. Ég er ánægður hjá Portsmouth."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×