Innlent

Sátu föst á Fjarðarheiði

Björgunarsveitir frá Egilsstöðum björguðu farþegum úr tveim fólksbílum sem fastir voru á Fjarðarheiði um klukkan fjögur í dag. Heiðinni var lokað klukkan þrjú eftir að nokkur óhöpp urðu þar með skömmu millibili. Tveir bílar rákust á hvorn annan og sá þriðji ók á snjóruðningstæki.

Skyggni var þá mjög slæmt en veður er nú að lægja að sögn björgunarsveitarmanna.

 

Búið er að opna heiðina aftur fyrir umferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×