Enski boltinn

Adebayor styður Fabregas sem næsta fyrirliða

Elvar Geir Magnússon skrifar
Adebayor og Fabregas.
Adebayor og Fabregas.

Emmanuel Adebayor sagði í viðtali við vefsíðu Sky að Cesc Fabregas gæti orðið næsti fyrirliði Arsenal. Fabregas er 21. árs en hann hefur leikið yfir 200 leiki í búningi Arsenal og skorað 27 mörk.

Í sumar var talið að Fabregas gæti hirt fyrirliðabandið af William Gallas en Arsene Wenger stóð með franska varnarmanninum. Nú hefur sú umræða aftur komið upp um hvort Gallas sé rétti fyrirliðinn fyrir Arsenal.

„Hann er með rétta persónuleikann. Hann getur orðið fyrirliði Arsenal í framtíðinni, það er alveg ljóst," sagði Adebayor. „Hann er einn besti miðjumaður í heimi og það vita allir sem fylgjast með boltanum."

Fjölmargir stuðningsmenn Arsenal vilja að Gallas verði ekki lengur fyrirliði. Rúmlega 80% sem tóku þátt í könnun á vefsíðu Sky vilja að Gallas gefi fyrirliðabandið frá sér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×