Enski boltinn

Styrktaraðilar og fyrirtæki vega þungt hjá Liverpool

NordicPhotos/GettyImages

Liverpool mun fá meiri tekjur í kassann úr sérstökum sætum á vegum styrktaraðila en frá almennum áhorfendum þegar nýi heimavöllurinn Stanley Park verður opnaður.

Gert er ráð fyrir að Stanley Park muni taka 60,000 manns í sæti, en þar verða sérstök hólf sem seld verða fyrirtækjum eins og hefð hefur myndast fyrir hjá stórliðum í íþróttaheiminum.

Talsmaður Liverpool segir að sérstökum stúkum ætluðum fyrirtækjum og styrktaraðilum verð fjölgað úr 3,000 á Anfield í 10,000 þegar liðið flytur á Stanley Park og tippar á að innkoma félagsins verði meiri af þeim en af almennri miðasölu.

40,000 ársmiðahafar eru hjá Liverpool og sagt er að 65,000 manns séu á biðlista eftir ársmiðum.

Framkvæmdum við leikvanginn hefur verið frestað á meðan lausafjárkreppan stendur yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×