Innlent

Leitað að stúlku frá Selfossi

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Rakel Ómarsdóttur, fæddri 1986, til heimilis að Kálfhólum 3 á Selfossi.

Rakel er 171 sentímetrar á hæð, grannvaxin, með svart sítt hár og brún augu. Síðast þegar sást til Rakelar var hún klædd í gallabuxur, ljósgráa gönguskó og ljósgræna mittisúlpu. Síðast er vitað um ferðir Rakelar seinnipart föstudagsins 1. febrúar. Þeir sem vita hvar Rakel er eða hafa upplýsingar um ferðir hennar eru beðnir um að hafa samband við Lögregluna á Selfossi í síma 480-1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×