Íslenski boltinn

Guðjón: Ég vorkenni svona fólki

Elvar Geir Magnússon skrifar

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik í leik KR og ÍA í kvöld. Guðjón setur spurningamerki við margar ákvarðanir Garðars Arnar Hinrikssonar dómara í leiknum.

Smelltu á hlekkinn hér að ofan til að sjá viðtalið við Guðjón.

„Því miður var ekki myndavél á línunni svo ekki sést hvort boltinn hafi farið inn í fyrsta markinu. Minn maður sem stóð á fjærstönginni sagði mér að boltinn hefði aldrei farið innfyrir línuna," sagði Guðjón í viðtali við Guðjón Guðmundsson á Stöð 2 Sport.

„Svo voru fleiri svona dómar í leiknum. Þegar við fengum á okkur annað markið þá keyrði Pétur Marteins grimmt í hafsentinn minn og fór í höfuðið á honum," sagði Guðjón.

Í upphafi seinni hálfleiks stöðvaði Garðar Örn leikinn. Guðjón Þórðarson stóð nokkrum metrum frá varamannaskýlinu eftir að hafa fengið rauða spjaldið. Hinsvegar var hann á stað þar sem hópur af stuðningsmönnum KR fylgdist með.

„Hann gaf mér rautt í hálfleiknum og svo fór ég við girðinguna þar sem stuðningsmenn KR stóðu. Þá kom hann að girðingunni og sagði við mig að ef ég færi ekki í stúkuna þá myndi hann flauta leikinn af. Ég sé eftir því að hafa ekki staðið áfram og látið hann reyna á þessar hótanir sínar. Það er sérstakt að þurfa að sitja undir svona ofbeldi," sagði Guðjón.

„Maðurinn er bara eins og hann er. Hann er bakkaður upp af ákveðnu valdi sem gefur svona mönnum skjól," sagði Guðjón sem játar því að staða ÍA sé erfið. „Þetta er mjög erfið staða. Þú veist aldrei hvar þú getur stigið niður og hvað þú getur gert. Það er ekki að ástæðulausu sem Stefán Þórðarson íhugaði það alvarlega að hætta á tímabili. Sem betur fer gátum við fengið hann af því. Það er alveg klárt að verið er að beyta hlutum sem ég get ekki talið að séu eðlilegir."

Spurður í lokin út í Garðar Örn dómara sagði Guðjón: „Veistu það að ég vorkenni svona fólki. Ég vorkenni fólki sem hefur svona ásetning," sagði Guðjón á Stöð 2 Sport.








Tengdar fréttir

Garðar: Dómarar hata ekki ÍA

Garðar Örn Hinriksson lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir að hafa staðið í ströngu í leik KR og ÍA í gær.

Heimir og Pétur ósammála um meint brot

Heimir Einarsson, leikmaður ÍA, og KR-ingurinn Pétur Marteinsson eru ekki sammála um hvort sá síðarnefndi hafi brotið á Heimi skömmu áður en KR skorar síðara mark sitt í leiknum.

Láðist að setja upp borðann

Ingólfur Már Ingólfsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar KR, segir að það hafi verið mistök að setja ekki upp borða í kringum varamannaskýli KR-vallarins í gær.

Skagamenn komnir með sex rauð spjöld í sumar

ÍA hefur fengið sex rauð spjöld á leikmenn sína í níu leikjum í Landsbankadeild karla í sumar og liðið er búið að spila manni færri í samtals 136 mínútur.

Stefán Logi: Algert óviljaverk

Stefán Logi Magnússon segir að Vjekoslav Svadumovic hafi ekki brotið á sér með ásetningi í leik KR og ÍA í gær.

Garðar stendur við rauðu spjöldin (myndband)

Garðar Örn Hinriksson sagði í samtali við Vísi að hann standi við alla sína dóma í leiknum í gær, þar á meðal bæði rauðu spjöldin sem hann gaf leikmönnum ÍA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×