Innlent

Heitavatnsrennsli í morgun á við Elliðaárnar

MYND/Róbert

Metrennsli var á heitu vatni eftir dreifikerfi Orkuveitu Reykjavíkur í morgun þegar 15.200 tonn á klukkustund runnu um kerfið.

Fram kemur í frétt frá Orkuveitunni að þetta mikla rennsli meig rekja til mikillar uppbyggingar og vitaskuld þess að fremur kalt er í veðri. 15.200 tonn af vatni á klukkustund svara til liðlega fjögurra rúmmetra á sekúndu en til samanburðar meðalrennslu um Elliðaárnar um 4,7 rúmmetrar á sekúndu.

Orkuveitan bendir á að gefinn hafi verið út bæklingur um það hvernig nýta megi heitt vatn betur. Meðal þess sem kemur fram er að ekki á að byrgja ofna með húsgögnum eða þykkum gluggatjöldum og ekki hafa opið út, allir innanstokksmunir geyma hita sem tapast við gegnumtrekk. Þurfi fólk að að lofta út á það að hafa dyrnar að herberginu lokaðar.

Þá er bent á að hitanemar þurfi að vera vel staðsettir svo þeir nemi raunverulegt hitastig herbergisins og ef fleiri en einn ofn er í herberginu er gott að hafa þá eins stillta. „Ef ofnarnir ná samt ekki að halda kuldabola úti má hækka stillingu á þrýstijafnara um 0,7 -1 á meðan kuldakastinu stendur. Munið að lækka aftur þegar hlýnar í veðri," segir í tilkynningu Orkuveitunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×