Innlent

Nóg komið af þjarki og málfundaræfingum

Kristján Gunnarsson.
Kristján Gunnarsson.

Formaður Starfsgreinasambandsins segir nóg komið af þjarki og löngum málfundaræfingum í Karphúsinu og vill ná nýjum kjarasamningum undir lok vikunnar.

Starfsgreinasambandið, Flóabandalagið og Samtök atvinnulífsins héldu kjaraviðræðum sínum áfram á fundum hjá Ríkissáttasemjara síðdegis. Rætt hefur verið um forsendur og tímalengd samninga en launaliðurinn var ræddur í dag.

Starfsgreinasambandið hefur gert kröfu um að kauptaxtar verði hækkaðir um tuttugu þúsund krónur og almenna launahækkun um fjögur prósent. Kristján Gunnarsson formaður Starfsgreinasambandsins vonast til að samkomulag náist í lok vikunnar en óvissa sé um það á þessu stigi.

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa fulla trú á því að samkomulag náist innan skamms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×