Innlent

Þrír handteknir í tengslum við Glitnisrán

Maðurinn leiddur út úr húsnæði Hjálpræðishersins.
Maðurinn leiddur út úr húsnæði Hjálpræðishersins. MYND/Stöð 2

Þrír menn hafa verið handteknir í tengslum við vopnað rán sem framið var í útibúi Glitnis í Lækjargötu. Eins til viðbótar er leitað.

Ránið átti sér stað skömmu eftir að bankinn opnaði í morgun. Karlmaður, vopnaður exi, ruddist inn og ógnaði starfsfólki. Hafði hann á brott með sér eitthvað af fjármunum en upphæðin hefur ekki verið gefin upp.

Í tilkynningu frá lögreglu er maðurinn sagður vera á aldrinum 20 til 25 ára gamall. Hvítur á hörund, fölleitur með kringluleitt andlit. Var hann klæddur í gráa hettupeysu með svarta húfu þar undir. Var hann einnig í svörtum jakka utanyfir og bar svört sólgleraugu.

Allt tiltækt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var kallað út og hófst strax leit af manninum.

Rúmum klukkutíma eftir að ránið átti sér stað var maður handtekinn í í húsnæði Hjálpræðishersins við Kirkjustræti. Sá passaði við lýsingu lögreglunnar á ræningjanum en lögreglan hefur þó ekki viljað staðfesta að um sama mann sé að ræða. Hann er þó talinn tengjast ráninu á einn eða annan hátt.

Tveir til viðbótar svo handteknir í Garðarbæ laust fyrir hádegi. Annar þeirra er grunaður um ránið. Lögregla leitar þess fjórða og er hann einnig talinn tengjast málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×