Enski boltinn

Björgólfur að loka buddunni

NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail segir að Björgólfur Guðmundsson ætli að halda að sér höndum í leikmannakaupum á næstunni til að forðast að auka skuldir félagsins.

Daily Mail segir að West Ham hafi hagnast um fjórar milljónir punda á þarsíðasta ári en að tapið hafi verið meira en 20 milljónir punda á síðasta ári. West Ham keypti marga leikmenn í janúarglugganum í fyrra og á síðasta sumri, en nú verði hægt á ferðinni.

Launakostnaður West Ham ku vera um 5,5 milljarðar króna, en ekki er reiknað með því að West Ham kaupi mikið af leikmönnum á næstunni því hópur liðsins er mjög stór. Gríðarleg meiðsli hafa verið í herbúðum West Ham í vetur og vill Alan Curbishley knattspyrnustjóri bíða eftir því að fá eitthvað af þessum meiddu mönnum til baka áður en hann fer að versla meira.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×