Innlent

Ósáttur við ummæli lögreglu

Sturla Jónsson
Sturla Jónsson

Sturla Jónsson, einn af forsprökkum þeirra vörubílstjóra sem mótmælt hafa háu eldsneytisverði undanfarið, segist afar ósáttur við ummæli sem höfð voru eftir lögreglunni á Suðurnesjum í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Þar kom fram að mótmæli vörubílstjóra á Reykjanesbrautinni í morgun hefðu tafið lögreglumenn frá því að sinna neyðartilviki.

Sturla segir þetta af og frá. "Við stóðum þarna með lögreglumönnum á brautinni í morgun og það var ekki minnst á neyðartilvik einu orði. Ef okkur hefði verið sagt það hefðum við opnað Reykjanesbrautina um leið," segir Sturla.

Hann segir lögregluna leika tveimur skjöldum.

Eina stundina eru þeir að gefa okkur í nefið og ræða málin. En um leið og við snúum við þeim bakinu er fara þeir að tala um að við séum að stofna lífum fólks í hættu."

Sturla segir að margir vörubílstjórar séu æfir útaf þessu og býst við að mótmælin fari harðnandi næstu daga ef samskipti þeirra við lögreglu skáni ekki.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×