Enski boltinn

Sögulegur sigur hjá Hull

AFP

Stuðningsmenn Hull eru enn að velta sér upp úr sögulegum sigri sinna manna á Arsenal á Emirates um síðustu helgi.

Það er ekki á hverjum degi sem nýliðum í úrvalsdeild tekst að vinna eitt af stórliðunum fjórum (Man Utd. Arsenal, Chelsea og Liverpool) á útivelli, en Hull-menn urðu um helgina aðrir nýliðarnir frá stofnun úrvalsdeildarinnar til að vinna útisigur á Arsenal.

Eina tap Arsenal gegn nýliðum hafði fyrir þann tíma verið 3-2 tap liðsins fyrir nýliðum West Ham í febrúar árið 2006.

Margir muna eftir þeim leik því þar var varnarmanninum Sol Campbell skipt af velli í hálfleik eftir skelfilega frammistöðu og hann tók það svo nærri sér að hann rauk í burtu frá vellinum í fússi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×