Enski boltinn

Heillaði að þjálfa utan Bretlands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkennir að hafa íhugað að hætta hjá félaginu til að taka að sér stöðu utan Bretlands. Á endanum hafi hinsvegar verið of erfitt að yfirgefa United.

„Ég hef nokkrum sinnum hugsað út í það að kynnast því að stýra erlendu liði. Á endanum hefur ekkert orðið að því, þetta er erfið ákvörðun. Ég er stjóri Manchester United og þú yfirgefur það starf ekki," sagði Sir Alex.

Ferguson hefur stýrt United í 22 ár en aldrei reynt fyrir sér erlendis.

„Bobby Robson sagði að það besta sem hann gerði á sínum ferli var að fara til PSV, Sporting Lissabon, Porto og Barcelona. Hann var erlendis í meira en tíu ár og fékk að kynnast mismunandi menningu og aðstæðum. Það er eitthvað sem allir vilja fá að kynnast," sagði Sir Alex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×