Innlent

Áfram snjóaði á Egilsstöðum í morgun

Björgunarsveitarmen og lögregla á Austfjörðum stóðu í ströngu í alla nótt við að aðstoða vegfarendur í vandræðum vegna fannfergis og vetrarríkis eystra.

Meðal annars hefur þurft að aðstoða marga útlendinga af þeim 400 sem komu á 70 bílum með Norrænu til Seyðisfjaðrar í gær. Á Egisstöðum snjóaði enn fyrir stundu og þar hefur fallið allt að 30 sentímetra djúpur snjór. Íbúðargötur eru meira og minna ófærar fólksbílum en aðalgötur og bílastæði við fyrirtæki og stofnanir hafa verið rudd.

Vegagerðin er að ryðja helstu þjóðvegi en óveður er á Mývatnsöræfum. Þá er beðið með mokstur á Möðrudalsöræfum vegna óveðurs. Í morgun var meðal annars ófært um Fjarðarheiði, Öxi og Hellisheiði eystri.

Einn bíll hefur oltið og annar hafnað utan vegar en engan sakaði. Bæði óhöppin eru rakin til ófærðar en ekki er vitað til að neinn hafi lenti í alvarlegum hrakningum. En nemendur á lokaári í Menntaskólalanum á Egilstöðum dimmiteruðu í morgun eins og ekkert hefði í skorist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×