Enski boltinn

David Moyes sektaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton.
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton. Nordic Photos / Getty Images

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið sektaður um fimm þúsund pund vegna framkomu sinnar á leik Stoke og Everton í september síðastliðnum.

Fram kemur á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins að Moyes hafi viðurkennt sök í málinu og beðið afsökunar á hegðun sinni.

Everton vann leikinn, 3-2, en Moyes var sendur upp í stúku fyrir að mótmæla dómi í stöðunni 2-2. Svo virtist sem að Alan Wiley dómari hafi dæmt víti á Leon Cort, leikmann Stoke, en breytti svo dómnum í aukaspyrnu rétt utan vítateigs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×