Enski boltinn

Skrtel skrifar undir í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Skrtel í leik með landsliðið Slóvakíu.
Martin Skrtel í leik með landsliðið Slóvakíu. Nordic Photos / AFP

Því var haldið fram í enskum fjölmiðlum í morgun að Liverpool muni í dag ganga formlega frá kaupunum á varnarmanninum Martin Skrtel.

The Sun segir að hann kaupverðið sé sjö milljónir punda og að hann verði þar með dýrasti varnarmaður í sögu Liverpool.

Daniel Agger kom til félagsins fyrir tveimur árum fyrir 5,8 milljónir punda.

Agger hefur verið meiddur að undanförnu en vonast til að hann verði í leikmannahópi Liverpool sem mætir Middlesbrough á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×