Innlent

Óskar segir nýjan meirihluta ýta málum á undan sér

Andri Ólafsson skrifar
Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks
Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks

"Þetta staðfestir það sem ég óttaðist að deiluskipulag miðborgarinnar væri í uppnámi," segir Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokks eftir að meirihlutinn samþykkti á fundi Skipulagsráðs í dag að skipa vinnuhóp og stofna miðborgarteymi vegna endurskoðunar á deiliskipulagi Laugavegsreits.

Óskar segir að með þessu sé staðfest að gangrýni hans á kaupunum á húsum við Laugaveg 4 og 6 fyrir 580 milljónir króna hafi verið rétt. Nú sé svo verið að reyna að ýta vandanum á undan sér í stað þess að leysa hann.

"Skipulagsyfirvöld í Reykjavík eiga ekki að fela sig á bak við stýrihópa þegar við blasa einfaldar skipulagslegar ákvarðanir, sem skipulagsráð hefur verið kjörið til að afgreiða og leysa," segir í bókun sem Óskar lagði fram á fundi skipulagsráðs í dag.

Fulltrúar meirihlutans í skipulagsráði, þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki og Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, fulltrúi Frjálslyndra og óháðra, bókuðu á móti að með skipun miðborgarteymi og vinnuhóps sé verið að tryggja að unnið verði hratt og örugglega í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×