Vilja gera Vestfirði að sjálfstæðri eyju 27. mars 2008 17:48 Í mogganum í gær var áhugaverð aðsend grein um nýstofnuð samtök, BBV, eða Bloggarar bjarga Vestfjörðum. Samtökin berjast fyrir uppbyggingu Vestfjarða, og telja sjálfstæði þeirra vænlegast til árangurs. Samtökin vilja að grafinn verði skipaskurður úr botni Gilsfjarðar yfir í Húnaflóa og gera Vestfirði þannig að eyju sem væri tengd Íslandi með skipgengri brú. Firðirnir yrðu fríríki og skattaparadís og tengsl þeirra við Ísland svipuð og tengsl Færeyja og Grænlands við Danmörku. Tollar og vörugjöld yrðu engin, skattar á fyrirtæki engir og tekjuskattur á einstaklinga 15%. Tekjur undir þrjúhundruð þúsundum á mánuði væru skattfrjálsar og húshitunarkostnaður niðurgreiddur um 50%. Og mönnum er full alvara. „Jújú, það er ekkert grín," segir Jakob Kristinsson, einn stofnenda samtakanna. Hann segir hugmyndir samtakanna hafa hlotið ótrúlega góðar undirtektir, enda ljóst að Vestfirðir leggist í eyði með óbreyttu ástandi. Hópurinn er á móti hugmyndum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þess í stað á að byggja upp atvinnulífið með því að nýta fjársjóði Vestfjarða - nær ósnortna náttúru og gjöful fiskimið. Þau sjá einmitt fyrir sér að strandlengjur Íslands og Vestfjarðaeyjunnar nýtilbúnu yrðu mældar, og aflakvótanum skipt eftir þeim mælingum. Jakob segir hópinn hafa verið í viðræðum við fulltrúa fyrirtækja um að stunda viðskipti sín í fríríkinu. Flest séu fyrirtækin í ferðaþjónustu, en einnig sé séu þar á meðal bankar og tryggingafélög. Hann segir að víða í heiminum hafi fríríki þrifist vel, og bendir á Lichtenstein í því samhengi. Og hann sér ekkert því til fyrirstöðu að Ísland samþykkti fríríkið. „Stjórnvöld á Íslandi eru núna búin að samþykkja sjálfstæði Kósóvó. Það væri skrítið að styðja það að hluti af öðru ríki lýsi yfir sjálfstæði og banna það síðan í sínu eigin," segir Jakob. Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira
Í mogganum í gær var áhugaverð aðsend grein um nýstofnuð samtök, BBV, eða Bloggarar bjarga Vestfjörðum. Samtökin berjast fyrir uppbyggingu Vestfjarða, og telja sjálfstæði þeirra vænlegast til árangurs. Samtökin vilja að grafinn verði skipaskurður úr botni Gilsfjarðar yfir í Húnaflóa og gera Vestfirði þannig að eyju sem væri tengd Íslandi með skipgengri brú. Firðirnir yrðu fríríki og skattaparadís og tengsl þeirra við Ísland svipuð og tengsl Færeyja og Grænlands við Danmörku. Tollar og vörugjöld yrðu engin, skattar á fyrirtæki engir og tekjuskattur á einstaklinga 15%. Tekjur undir þrjúhundruð þúsundum á mánuði væru skattfrjálsar og húshitunarkostnaður niðurgreiddur um 50%. Og mönnum er full alvara. „Jújú, það er ekkert grín," segir Jakob Kristinsson, einn stofnenda samtakanna. Hann segir hugmyndir samtakanna hafa hlotið ótrúlega góðar undirtektir, enda ljóst að Vestfirðir leggist í eyði með óbreyttu ástandi. Hópurinn er á móti hugmyndum um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Þess í stað á að byggja upp atvinnulífið með því að nýta fjársjóði Vestfjarða - nær ósnortna náttúru og gjöful fiskimið. Þau sjá einmitt fyrir sér að strandlengjur Íslands og Vestfjarðaeyjunnar nýtilbúnu yrðu mældar, og aflakvótanum skipt eftir þeim mælingum. Jakob segir hópinn hafa verið í viðræðum við fulltrúa fyrirtækja um að stunda viðskipti sín í fríríkinu. Flest séu fyrirtækin í ferðaþjónustu, en einnig sé séu þar á meðal bankar og tryggingafélög. Hann segir að víða í heiminum hafi fríríki þrifist vel, og bendir á Lichtenstein í því samhengi. Og hann sér ekkert því til fyrirstöðu að Ísland samþykkti fríríkið. „Stjórnvöld á Íslandi eru núna búin að samþykkja sjálfstæði Kósóvó. Það væri skrítið að styðja það að hluti af öðru ríki lýsi yfir sjálfstæði og banna það síðan í sínu eigin," segir Jakob.
Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira