Fótbolti

Boltavaktin: Holland - Ísland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins er með beina lýsingu frá landsleik Hollands og Íslands í undankeppni HM 2010.

Hægt er að fylgjast með gangi leiksins með því að smella á leikinn á Miðstöð Boltavaktarinnar. Hlekkurinn er einnig á forsíðu íþróttavefs Vísis. 

Þetta er þriðji leikur Íslands í undakeppni HM 2010 en aðeins annar hjá Hollendingum. Þeir unnu Makedóníu á útivelli, 2-1, í fyrsta leiknum.

Ísland byrjaði á því að gera jafntefli við Norðmenn í Osló, 2-2. Svo tapaði Ísland fyrir Skotlandi á Laugardalsvelli, 2-1.

Fyrr í dag gerðu Norðmenn og Skotar markalaust jafntefli og er því staðan í riðlinum nokkuð jöfn.

Þó er ljóst að það verður við ramman reip að draga enda Hollendingar á fimmta sæti styrkleikalista FIFA og með eitt allra sókndjarfasta lið heims.

Leikurinn hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. 


Tengdar fréttir

Gunnleifur byrjar í markinu

Ólafur Jóhannesson hefur tilkynnt byrjunarliðið sem mætir Hollendingum í undankeppni HM 2010 í Rotterdam í dag.

Sneijder á bekknum

Wesley Sneijder er ekki í byrjunarliði Hollendinga sem mæta Íslendingum í Rotterdam í dag. Engu að síður er eitraðri sóknarlínu stillt upp í hollenska landsliðinu í dag.

Íslenskir áhorfendur bjartsýnir fyrir leikinn

Reiknað er með því að um fimm hundruð Íslendingar leggi leið sína á de Kuip-leikvanginn í kvöld fyrir landsleik Hollands og Íslands í undankeppni HM 2010.

Grétar Rafn og Heiðar meiddir

Grétar Rafn Steinsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Hollandi í dag og þá er ólíklegt að Heiðar Helguson geti tekið þátt í leiknum.

Skotar og Norðmenn skildu jafnir

Skotland og Noregur skildu jöfn í fyrri leik dagsins í 9. riðli í undankeppni HM 2010. Ekkert mark var skorað í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×