Fótbolti

Grétar Rafn og Heiðar meiddir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu.
Grétar Rafn í leik með íslenska landsliðinu.
Grétar Rafn Steinsson verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Hollandi í dag og þá er ólíklegt að Heiðar Helguson geti tekið þátt í leiknum.

Þetta kom fram í hádegisfréttum Stöðvar 2 í dag en Grétar Rafn meiddist á lokamínútum æfingar íslenska landsliðsins í gærkvöldi.

Heiðar Helguson hefur átt við meiðsli að stríða og er ekki talið líklegt að hann geti spilað í dag. Veigar Páll Gunnarsson mun líklega taka stöðu hans í liðinu.

Óvíst er hver muni skipa stöðu hægri bakvarðar í fjarveru Grétars Rafns. Kristján Örn Sigurðsson hefur gegnt þeirri stöðu áður en líklegt er að hann verði með Hermanni Hreiðarssyni í stöðu miðvarðar í dag.

Þá hefur Helgi Valur Daníelsson einnig spilað sem hægri bakvörður. Líklegast er þó að Birkir Már Sævarsson verði færður af hægri kantinum í bakvörðinn og Theodór Elmar Bjarnason komi á kantinn.

Enn er óvíst hver muni verja mark íslenska liðsins í dag.

Líklegt byrjunarlið:

Markvörður: Árni Gautur Arason eða Gunnleifur Gunnleifsson.

Varnarmenn:

Birkir Már Sævarsson

Kristján Örn Sigurðsson

Hermann Hreiðarsson

Indriði Sigurðsson

Miðvallarleikmenn:

Theodór Elmar Bjarnason

Stefán Gíslason

Aron Einar Gunnarsson

Emil Hallfreðsson

Sóknartengiliður:

Eiður Smári Guðjohnsen

Framherji:

Veigar Páll Gunnarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×