Ræða um rökstuðning Árna á næstunni 8. janúar 2008 16:58 Pétur Kr. Hafstein. MYND/GVA Nefndin sem fjallaði um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands fyrir jól kemur saman á næstu dögum til þess að ræða rökstuðning Árna Mathiesen, fjármálaráðherra og setts dómsmálaráðherra, fyrir því að skipa Þorstein Davíðsson í embættið. Eins og fram hefur komið í fréttum gekk Árni gegn umsögn nefndarinnar sem taldi þrjá umsækjendur um dómaraembættið hæfari en Þorstein. Nefndin starfar samkvæmt lögum og á að skipa umsækjendum í flokka eftir hæfi. Rökstuðningur Árna Mathiesen fyrir skipuninni var birtur í dag og veigamestu rökin í rökstuðningi ráðherra voru þau að Þorsteinn hefði fjölbreytta reynslu og þekkingu, ekki síst vegna starfa sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um fjögurra ára skeið. Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, einn þeirra sem metinn var hæfari en Þorsteinn Davíðsson, hefur þegar ákveðið að leita til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar ráðherra. Pétur Kr. Hafstein, formaður matsnefndarinnar sem fjallaði um hæfi umsækjenda, sagði í samtali við Vísi í dag að nefndin myndi að líkindum funda um rökstuðning ráðherra á næstu dögum. Aðspurður sagðist hann vera nýbúinn að sjá rökstuðninginn og vildi ekki tjá sig um hann. Hann reiknaði hins vegar með að nefndin myndi senda frá sér álit um niðurstöðu ráðherra að lokinni umfjöllun um hana. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira
Nefndin sem fjallaði um hæfi umsækjenda um embætti dómara við Héraðsdóm Norðurlands eystra og Austurlands fyrir jól kemur saman á næstu dögum til þess að ræða rökstuðning Árna Mathiesen, fjármálaráðherra og setts dómsmálaráðherra, fyrir því að skipa Þorstein Davíðsson í embættið. Eins og fram hefur komið í fréttum gekk Árni gegn umsögn nefndarinnar sem taldi þrjá umsækjendur um dómaraembættið hæfari en Þorstein. Nefndin starfar samkvæmt lögum og á að skipa umsækjendum í flokka eftir hæfi. Rökstuðningur Árna Mathiesen fyrir skipuninni var birtur í dag og veigamestu rökin í rökstuðningi ráðherra voru þau að Þorsteinn hefði fjölbreytta reynslu og þekkingu, ekki síst vegna starfa sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra um fjögurra ára skeið. Guðmundur Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, einn þeirra sem metinn var hæfari en Þorsteinn Davíðsson, hefur þegar ákveðið að leita til umboðsmanns Alþingis vegna ákvörðunar ráðherra. Pétur Kr. Hafstein, formaður matsnefndarinnar sem fjallaði um hæfi umsækjenda, sagði í samtali við Vísi í dag að nefndin myndi að líkindum funda um rökstuðning ráðherra á næstu dögum. Aðspurður sagðist hann vera nýbúinn að sjá rökstuðninginn og vildi ekki tjá sig um hann. Hann reiknaði hins vegar með að nefndin myndi senda frá sér álit um niðurstöðu ráðherra að lokinni umfjöllun um hana.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Sjá meira