Enski boltinn

Varaforseti Newcastle hættur

Mike Ashley, eigandi Newcastle
Mike Ashley, eigandi Newcastle NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle tilkynnti í dag að varaforsetinn Tony Jimenez væri hættur störfum. Það var eigandinn Mike Ashley sem réði Jimenez um leið og Dennis Wise var gerður að yfirmanni knattspyrnumála.

Sagt er að Jimenez hafi verið ein helsta ástæða þess að Kevin Keegan ákvað að segja af sér sem knattspyrnustjóri liðsins á sínum tíma.

Newcastle er enn til sölu og hefur fjöldi fjárfesta verið orðaður við yfirtöku í félaginu þó litlu hafi miðað í þeim efnum að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×