Enski boltinn

Lýkur Cafu ferlinum í ensku utandeildinni?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Cafu í brasilíska landsliðsbúningnum.
Cafu í brasilíska landsliðsbúningnum.

Brasilíski hægri bakvörðurinn Cafu mun líklega enda ferilinn í enska utandeildarliðinu Garforth Town sem staðsett er í Leeds. Þessi 38 ára leikmaður mun því feta í fótspor Socrates sem lék leik með liðinu árið 2004, 50 ára að aldri.

Cafu yfirgaf herbúðir AC Milan í sumar. Simon Clifford, eigandi Garforth, fékk samþykki Cafu en hann er einnig þekktur fyrir að reka brasilíska knattspyrnuskóla á Bretlandseyjum.

„Það er von á Cafu í apríl en hann ætlar að spila nokkra leiki fyrir okkur. Það er mikill heiður að fá þennan leikmann til að spila í búningi félagsins. Ég held að hann hafi mikið fram að færa," sagði Clifford.

Cafu hefur tvívegis orðið heimsmeistari með landsliði Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×