Innlent

Lóan sést víða á Íslandi

Lóan er komin að kveða burt snjóinn.
Lóan er komin að kveða burt snjóinn.

Lóur eru farnar að sjást hér og þar um landið. Þannig sáust tvær heiðlóur á flugi í Kópavogi í vikunni og á páskadag sáust fjórar heiðlóur á túni rétt við Hornafjarðarflugvöll, samkvæmt upplýsingum á vef fuglaáhugamanna á Höfn. Þetta þykir eðlilegur tími fyrir fyrstu lóurnar en almennt koma þær ekki fyrr en um miðjan apríl.

Fleiri tegundir farfugla eru komnar til landsins. Sílamáfurinn var sennilega fyrstur og bárust fregnirr af honum í febrúar. Tjaldur er orðinn áberandi og fyrsti skúmur ársins sást við Jökulsárlón fyrir rúmri viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×