Lífið

Enginn jólakvíði hjá Léttsveit Reykjavíkur

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur.
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur.

„Við syngjum jólalög fyrir gesti og reynum að smita fólk af jólagleði. Fólk tekur sér stund í skammdeginu til að slaka á og njóta lífsins," segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir kórstjóri kvennakórsins Léttsveit Reykjavíkur sem heldur árlega jólatónleika í kvöld í Bústaðarkikju.

„Besta ráð gegn jólakvíða er að vera í kór. Konurnar í kórnum eru 120 talsins," útskýrir Jóhanna.

„Tónleikarnir eru hátíðlegir. Núna flytjum við ný lög sem við höfum ekki sungið áður. Það er endalaust til af fallegum jólalögum."

„Við erum búnar að halda jólatónleika árlega í mörg ár í Bústaðarkirkju. Þar er mjög þægilegt að halda tónleika."

„Sérstaklega eftir að nýju gólfin komu þar. Allt annar hljómur," segir Jóhanna og minnir á að tónleikarnir hefjast klukkan 20 í kvöld og miða má nálgast við innganginn í Bústaðarkirkju.

Meðfylgjandi eru myndir frá fyrri jólatónleikum Léttsveitar Reykjavíkur.

Heimasíða Léttsveitar Reykjavíkur.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×