Innlent

Ók á göngubrú með pallinn uppi

Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. MYND/Frikii Þór

Ökumaður vörubifreiðar var fluttur á slysadeild eftir að hann ók bílnum undir göngubrú á Vatnsendavegi með vörupallinn uppi og festist bifreiðin af þeim sökum undir brúnni.

Segir í tilkynningu frá lögreglunni að tafir verði á umferð um Vatnsendaveg um ófyrirséðan tíma vegna þessa en unnið er að því að ná bifreiðinni undan brúnni. Að sögn lögreglu gæti það tekið tvo til þrjá tíma. Ökumenn eru beðnir að taka tillit til þessa og reyna að velja sér aðra leið til að aka um.

Þess má geta að sams konar slys varð við göngubrúna í upphafi þessa mánaðar. Þá fór pallurinn af öðrum bíl og einhver dekk undan líka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×