Leikur Don Juan í þekktasta leikhúsi Bretlands 27. september 2008 09:00 Gísli Örn Garðarsson leikur um þessar mundir í næstu stórmynd Jerry Bruckheimer en hefur auk þess tekið að sér hlutverk Don Juan í hinu virta breska leikhúsi Royal Shakespeare Company. Fréttablaðið/Hörður „Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar." Leikstjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverkum sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leikhússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmargir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laurence Olivier, Judi Dench og Peter O'Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíðinni frumsýnir Vesturport Hamskiptin á Írlandi. Á næstu mánuðum verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýningin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitthvað upp á. En maður vonar það besta." Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Þetta er stór rulla sem maður verður að prófa," segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur þekkst boð hins virta breska leikhúss Royal Shakespeare Company um að taka að sér hlutverk kvennabósans Don Juan í væntanlegri leiksýningu. Um er að ræða nýja leikgerð sem byggð er á hinni þekktu óperu Don Giovanni. Leikritið kallast Don John og gerist árið 1978, á pönktímabilinu í Bretlandi. „Þetta leggst bara vel í mig, mér líst ótrúlega vel á það sem mér hefur verið sagt af þessu," segir Gísli, sem mun sýna á sér nýja hlið í hlutverki Don Juan sjálfs. „Það er einhver söngur í þessu. Ég hef aldrei sungið áður á sviði og hef raunar aldrei þótt neitt rosalega lagvís. Það eru margir mér fremri þar." Leikstjóri Don John er Emma Rice, sem leikstýrði Gísla einmitt í breska þjóðleikhúsinu, í A Matter of Life and Death. Nína Dögg Filippusdóttir, eiginkona Gísla, hefur verið ráðin í eitt af kvenhlutverkum sýningarinnar. Royal Shakespeare Company er eitt virtasta leikhús Bretlandseyja ef ekki það virtasta. Sumir ganga svo langt að segja það hið virtasta í heiminum. Saga leikhússins nær allt aftur til 1879 þegar leikhús var reist til minningar um William Shakespeare í fæðingarbæ hans, Stratford-upon-Avon. Enn þann dag í dag eru höfuðstöðvar leikhússins þar en við hafa bæst útibú í London og Newcastle. Fjölmargir virtir leikarar hafa leikið í Royal Shakespeare Company, til að mynda Kenneth Branagh sem skapaði sér fyrst nafn þar. Auk hans má nefna Daniel Day-Lewis, Ben Kingsley, Ian McKellen, Laurence Olivier, Judi Dench og Peter O'Toole. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá fer Gísli Örn nú með hlutverk í næstu stórmynd framleiðandans Jerry Bruckheimer þar sem Ben Kingsley er einmitt í stóru hlutverki. Myndin kallast Prince of Persia: The Sands of Time og hafa tökur meðal annars farið fram í Marokkó. Innan skamms halda tökur áfram í myndveri í London en í millitíðinni frumsýnir Vesturport Hamskiptin á Írlandi. Á næstu mánuðum verða Hamskiptin svo frumsýnd á fleiri stöðum víða um veröldina. Æfingar á Don John hefjast í byrjun nóvember og frumsýnt verður um miðjan desember. Fyrirhugað er að sýningin gangi með hléum fram í maí á næsta ári víða um Bretland. Gísli Örn viðurkennir að hann hafi verið á báðum áttum með að taka þetta hlutverk að sér vegna anna. „Það er nú það, ég var tvístígandi með þetta. Og það gæti enn komið eitthvað upp á. En maður vonar það besta."
Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira