Ný réttarskipan rædd eftir dóm Birgis Páls 17. apríl 2008 00:01 Mál Birgis Páls hefur vakið pólitíska umræðu um færeyskt réttarfar. Ráðherra dómsmála telur að Færeyingar verði að koma sér upp sinni eigin réttarskipan. Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is Pólstjörnumálið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið. Tiltók hún sérstaklega þá venju að fangar sitji í langri einangrunarvist, en ítrekaði að um pólitíska umræðu væri að ræða. Hún telur lítinn möguleika á að breyta þessu á meðan Færeyingar búa við danskt réttarfar. Dómurinn yfir Birgi Páli Marteinssyni er kveikja umræðunnar. Mörgum þykir hann of strangur og enn fleiri setja spurningarmerki við þá löngu einangrunarvist sem Birgir Páll mátti sæta. Hann sat 200 daga í varðhaldi, þar af 168 í einangrun í tvennu lagi, þar með talið síðustu 134 dagana. Birgi var sleppt úr einangrun, en þegar upp komst að hann smyglaði bréfi út úr fangelsinu var hann færður í einangrun aftur. Færeyjadeild Amnesty International hefur gagnrýnt einangrunarvistina og hyggur á rannsókn á því hvernig einangrun er beitt í færeyskum fangelsum. „Við teljum langa einangrunarvist, eins og í tilfelli Birgis Páls, vera ákveðna tegund pyntingar,“ segir Firouz Gaini, formaður deildarinnar. „Hún getur haft mjög alvarlegar sálrænar og félagslegar afleiðingar fyrir viðkomandi.“ Amnesty International hefur gagnrýnt dönsk stjórnvöld fyrir beitingu einangrunarvistar. Firouz segir að Amnesty telji að einangrun eigi að vera neyðarúrræði. „Við teljum að einangrunarvist eigi að vera, ef ekki bönnuð algjörlega, þá bundin við neyðartilfelli.“ Olavur Jákup Kristoffersen, verjandi Birgis, segir mikla umræðu hafa skapast í Færeyjum í kjölfar dóms hans. „Menn eru ýmist að ræða um lengd dómsins eða lengd einangrunarvistarinnar. Almennt talið finnst mönnum einangrunin allt of löng. Færeyingar eru vanir löngum dómum í fíkniefnamálum, en mörgum ofbýður lengd þessa dóms,“ segir Olavur. Firouz tekur undir þetta. Linda Hesselberg, saksóknari í máli Birgis, varaði í færeyska útvarpinu við því að lengd einangrunarvistar verði settar hömlur, slíkt geti líka haft afleiðingar í för með sér. Ekki hefur enn verið tekin ákvörðun um hvort refsingunni verður áfrýjað. Olavur Jákup segir venju að nýta til fulls þann frest sem gefinn er, eða tvær vikur.kolbeinn@frettabladid.is
Pólstjörnumálið Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir við húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira