Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2008 00:01 Torfi með hnífinn við barka blaðamanns „Þetta bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemdir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dagsins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Komist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnaður til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gillette-rakvélar séu mjög góðar einkum ef menn eru að flýta sér. „Rakhnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverfisvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hárgreiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta lengur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
„Þetta bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemdir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dagsins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Komist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnaður til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gillette-rakvélar séu mjög góðar einkum ef menn eru að flýta sér. „Rakhnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverfisvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hárgreiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta lengur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira