Umhverfisvænt og ódýrara að raka sig með rakhníf Jakob Bjarnar skrifar 26. júní 2008 00:01 Torfi með hnífinn við barka blaðamanns „Þetta bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemdir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dagsins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Komist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnaður til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gillette-rakvélar séu mjög góðar einkum ef menn eru að flýta sér. „Rakhnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverfisvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hárgreiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta lengur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
„Þetta bara svo karlmannlegt. Að skafa á sér kjammann. Upp á gamla mátann. Í stað þess að sitja inni í stofu og snyrta á sér neglurnar eins og femínisti,“ segir Torfi Geirmundsson rakari stríðnislegur í röddinni. Blaðamaður Fréttablaðsins situr í hárskerastól Torfa á Hárhorninu við Hlemm og þorir ekki að mótmæla. Enda með hnífsblað við barka. Torfi rakari er að tala um dásemdir nýjustu tísku. Að raka sig upp á gamla mátann. Með rakhnífi. Vakningu í Ameríku og sjálfur er hann farinn að selja rakhnífa við góðar undirtektir viðskiptavina sinna. Endurnýting er lykilorð í dagsins í dag. Og þá er oft betra en ekki að horfa til liðinna tíma. Komist menn upp á lag með að nota rakhnífa felst í því mikill sparnaður til lengri tíma litið. Margblaða vélar og blöð eru dýr í dag. Torfi vitnar í fréttir. „Svo dýr varningur að vinsælt er að stela honum úr verslunum. Gengur sem gjaldmiðill um allan heim. Það er meira upp úr því að hafa að stela þeim hér á Íslandi og selja í fyrrum austantjaldsríkjum en smygla eiturlyfjum. Menn hafa verið teknir í tollinum með fullar töskur af dýrustu rakvélunum. Og stórmarkaðir fela þessar vörur við peningakassana.“ Fyrir um fjórum árum vakti Torfi athygli þegar hann við annan mann sló Íslandsmet í rakstri: 47 menn voru rakaðir í striklotu og þá var notast við þriggja blaða Gillette-rakhnífa. Aðspurður hvort þarna sé hann ekki kominn í mótsögn við sjálfan sig segir hann ekki svo vera. Þriggja blaða Gillette-rakvélar séu mjög góðar einkum ef menn eru að flýta sér. „Rakhnífarnir eru vandmeðfarnari. Karlmaðurinn á góða stund með sjálfum sér auk þess sem rakstur upp á gamla mátann frískar upp á húðina og gefur heilsusamlegra útlit. Og þessi aðferð er umhverfisvænni. Með gamaldags blautum rakstri er sápan það eina sem fer í niðurfallið. Þú notar rakvélablaðið aftur og aftur.“ Torfi segir mikið um það að til hans komi menn í rakstur. Ekki síst ungir menn sem vilja prófa þetta. Um er að ræða kunnáttu sem er að hverfa og aðrar hárgreiðslustofur vísa á Torfa þegar slík bón er upp borin. „Já, það er eiginlega bara ég og svo er einn í Kópavogi,“ segir Torfi og segir Iðnskólann ekki kenna þetta lengur. Reglugerðir bjóða ekki upp á að hann noti nema einnota blöð og Torfi er með hníf þar sem einnota Gillette-blöðum er skotið í þar til gert slíður. Torfi hefur sérpantað hnífa frá Pakistan sem hann selur viðskiptavinum sínum en stálið er það sama og er í skurðhnífum.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira