Mótmælahópar sameinast á laugardag 29. október 2008 09:36 Frá mótmælum um síðustu helgi. Sættir hafa náðst í deilum tveggja hópa sem stóðu fyrir mótmælum í borginni um síðustu helgi. Þeir hafa nú sameinað krafta sína og blása til kröftugra mótmæla á laugardaginn kemur. Hópurinn hefur sameinast undir nafninu Nýir tímar og stendur fyrir kröfugöngu á laugardag klukkan 14. Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveginn og að Austuvelli þar sem fluttar verða ræður. Meðal þeirra sem taka til máls eru Hörður Torfason tónlistarmaður en þetta er þriðju helgina í röð sem efnt er til mótmæla. Að sögn Sigurlaugar Ragnarsdóttur, talsmanns samtakanna er krafan skýr, að ríkisstjórnin víki og kosið verði í landinu strax. Sigurlaug segir misskilning og mikinn hraða í skipulagninu mótmæla hafa valdið því að til deilna hafi komið á milli mótmælenda á laugardag. Sættir hafi náðst snemma í vikunni og nú vinni menn saman að baráttunni. Hún segir hin nýju samtök óháð stjórnmálum og peningaöflum og að gríðarlegur áhugi sé fyrir mótmælunum. Sérstaklega sé mikið um ungt fólk sem sé orðið þreytt á ástandinu. „Nú er unga fólkið rísa upp og það verður áberandi í göngunni. Krafan er skýr, vík burt ríkisstjórn og kosningar strax. Við viljum allt nýtt, nýja hugsun og ný gildi í þessu landi," segir Sigurlaug og bætir við að nú gildi að fólk sameinist í eitt skipti fyrir öll. Sigurlaug segir að gangan á laugardaginn verði litrík enda sé ungt fólk á fullu að útbúa plaköt og kröfuspjöld og fleira. Að vinnunni komi ýmsir hönnuðir og fleiri góðir aðilar. „Unga fólkið sem mun erfa þetta land er að rísa svoleiðis upp. Þetta er fólkið sem hefur verið með litlu fyrirtækin og þekkir allar leiðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Ég hvet þetta fólk til þess að flytja ekki af landinu heldur taka þátt í uppbyggingunni," segir Sigurlaug. Nýir tímar hafa opnað heimasíðu, nyirtimar.com. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Sættir hafa náðst í deilum tveggja hópa sem stóðu fyrir mótmælum í borginni um síðustu helgi. Þeir hafa nú sameinað krafta sína og blása til kröftugra mótmæla á laugardaginn kemur. Hópurinn hefur sameinast undir nafninu Nýir tímar og stendur fyrir kröfugöngu á laugardag klukkan 14. Safnast verður saman við Hlemm og gengið niður Laugaveginn og að Austuvelli þar sem fluttar verða ræður. Meðal þeirra sem taka til máls eru Hörður Torfason tónlistarmaður en þetta er þriðju helgina í röð sem efnt er til mótmæla. Að sögn Sigurlaugar Ragnarsdóttur, talsmanns samtakanna er krafan skýr, að ríkisstjórnin víki og kosið verði í landinu strax. Sigurlaug segir misskilning og mikinn hraða í skipulagninu mótmæla hafa valdið því að til deilna hafi komið á milli mótmælenda á laugardag. Sættir hafi náðst snemma í vikunni og nú vinni menn saman að baráttunni. Hún segir hin nýju samtök óháð stjórnmálum og peningaöflum og að gríðarlegur áhugi sé fyrir mótmælunum. Sérstaklega sé mikið um ungt fólk sem sé orðið þreytt á ástandinu. „Nú er unga fólkið rísa upp og það verður áberandi í göngunni. Krafan er skýr, vík burt ríkisstjórn og kosningar strax. Við viljum allt nýtt, nýja hugsun og ný gildi í þessu landi," segir Sigurlaug og bætir við að nú gildi að fólk sameinist í eitt skipti fyrir öll. Sigurlaug segir að gangan á laugardaginn verði litrík enda sé ungt fólk á fullu að útbúa plaköt og kröfuspjöld og fleira. Að vinnunni komi ýmsir hönnuðir og fleiri góðir aðilar. „Unga fólkið sem mun erfa þetta land er að rísa svoleiðis upp. Þetta er fólkið sem hefur verið með litlu fyrirtækin og þekkir allar leiðir til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Ég hvet þetta fólk til þess að flytja ekki af landinu heldur taka þátt í uppbyggingunni," segir Sigurlaug. Nýir tímar hafa opnað heimasíðu, nyirtimar.com.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira