Innlent

Þúsund ábendingar vegna óviðunandi verðmerkinga

http://vefmidlar.visir.is/singleclips/3c8ecffe-40bb-4a1d-86c7-f8730fe94cc2.asx skrifar
Starfsfólk í Fjarðarkaupum er jafnan duglegt að verðmerkja hjá sér. Mynd/ Heiða.
Starfsfólk í Fjarðarkaupum er jafnan duglegt að verðmerkja hjá sér. Mynd/ Heiða.

Neytendastofu hafa borist hátt í þúsund ábendingar frá neytendum vegna rangra og villandi verðmerkinga í verslunum hér á landi. Ólíðandi segir forstjóri Neytendastofu sem hyggst skera upp herör gegn slíkum viðskiptaháttum í verslunum á næstu dögum.

Neytendur hafa bent Neytendastofu á mörg atriði sem snúa að verðmerkingum á vörum hvort sem er í matvöruverslunum eða öðrum. Ýmist vanti verðmerkingar á vöruna, verð á vöru inni í búð sé ekki það sama og á kassa og verðið sé óljóst eða villandi.

Við fórum í könnunarleiðangur ásamt forstjóra Neytendastofastofu í dag og völdum verslunina Nóatún af handahófi með leyfi eigenda, til að kanna verðmerkingar í verslun þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×