Innlent

Fagra Ísland niður í svelginn

Fagra Ísland er að fara niður í svelginn og Samfylkingin svíkur kosningaloforð með því að láta stóriðjustefnuna ryðjast áfram óhefta, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna.

Þetta segir Steingrímur í tilefni af ákvörðun Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra í gær um að hafna kröfu Landverndar um nýtt umhverfismat þannig að áhrif Helguvíkurálvers og tengdra framkvæmda yrðu metin sameiginlega.

Þórunn sagði í gær að þótt niðurstaðan væri að lögum væri hún ekki sér að skapi.

Spurður hvort hann myndi sem umhverfisráðherra ekki hika við að ganga gegn lögum svarar Steingrímur að ráðherra gæti ekki hunsað lög en ef óvissa væri uppi yrði ráðherra að velja hvort hann myndi láta fyrirtækið njóta vafans eða náttúruna og í þessu tilviki hefði hann hiklaust látið náttúruna njóta vafans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×