Innlent

Úrbótum á brunalóðum í miðbæ miðar hægt

Þrátt fyrir að tæpt ár sé liðið frá stórbrunanum í miðbæ Reykjavíkur bólar ekkert á uppbyggingu á lóðinni. Rústir húsanna sem brunnu standa enn nánast óhreyfðar á bak við bráðabirgðavegg sem reistur var síðasta vor. Borgarstjóri segir málinu miða hægt en lofar úrbótum.

Húsin við Austurstræti 22 og Lækjargötu 22 eyðilögðust í eldsvoða þann 18. apríl á síðasta ári. Skömmu eftir eldsvoðann var reistur bráðabirgðaveggur í kringum rústir húsanna en lítið hefur þokast í málinu síðan þá.

Deiliskipulag fyrir svæðið hefur enn ekki verið auglýst og því óljóst hvenær uppbygging á brunareitnum getur hafist. Borgarstjóri heitir því að uppbyggingu á reitnum verði lokið á yfirstandandi kjörtímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×