Innlent

Gistináttum fjölgar um 17 prósent í febrúar

Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu.
Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu. MYND/Páll Bermann

Gistinóttum á hótelum á Íslandi fjölgaði um sautján prósent í febrúar síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra.

Þetta sýna nýjar tölur Hagstofunnar. Gistinæturnar voru 77 þúsund í febrúar í ár en voru 65.600 í fyrra. Fjölgun gistinátta er mest á höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi. Hlutfallslega fjölgaði gistinóttum mest á höfuðborgarsvæðinu, úr tæplega 48 þúsund í 61 þúsund eða um 28 prósent. Gistinóttum á Norðurlandi fjölgaði um rúm sex prósent á milli ára, úr 3.300 í 3.500. Á öðrum landssvæðum varð fækkun gistinátta í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×