Innlent

Kallað eftir aðgerðum fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu

Samtök ferðaþjónustunnar skora á stjórnvöld að grípa til aðgerða, annaðhvort í formi eftirgjafar af hlut ríkisins í olíuverði, eða með sértækum aðgerðum til handa fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Hækkun á dísilolíu að undanförnu þýðir hækkun upp á 55 milljónir króna á ársgrundvelli hjá hópferðabílaflotanum. Þar af renna um 11 milljónir króna í virðisaukaskatt, sem hópferðafyrirtæki fá ekki endurgreiddan eins og flutningafyrirtæki fá.

Þessi vandi steðjar að hópferðafyrirtækjunum samhliða lækkandi gengi krónunnar, en þjónutsta fyrirtækjanna er verðlögð langt fram í tímann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×