Enski boltinn

United kaupir framherja

NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segir Manchester United hafa klófest framtíðarstjörnu í dag þegar félagið gekk frá samningi við ungan framherja frá Angóla. Hann heitir Anucho hefur verið á reynslu hjá félaginu síðustu vikur. Það voru útsendarar Carlos Queiros aðstoðarstjóra sem bentu á framherjann.

"Hann er stór og duglegur og hann náði að ganga í augun á okkur á þeim þremur vikum sem hann var hjá okkur til reynslu. Manucho þessi skoraði 16 mörk fyrir félagslið sitt Petro Atletico á síðustu leiktíð og hefur skorað tvö mörk í tíu landsleikjum fyrir Angóla.

Ferguson hefur hinsvegar neitað að ætla að reyna að klófesta sænska framherjann Henrik Larsson aftur eins og bresku blöðin héldu fram. "Það yrði áhugavert, en ég á ekki von á því að það gerist," sagði Ferguson í samtali við Sky í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×