Enski boltinn

Lofar Eriksson æviráðningu

Sven-Göran hefur náð frábærum árangri með City í vetur
Sven-Göran hefur náð frábærum árangri með City í vetur NordicPhotos/GettyImages

Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, hefur gefið það út að Sven-Göran Eriksson megi starfa sem knattspyrnustjóri félagsins eins lengi og hann vill.

Eriksson var ráðinn þjálfari City í sumar þar sem honum var færður þriggja ára samningur og há fjárhæð til leikmannakaupa. Komið hefur á daginn að margir af þeim leikmönnum sem Eriksson keypti hafa staðið sig mjög vel og Eriksson hefur náð frábærum árangri með liðið.

Shinawatra virðist að minnsta kosti vera á þeirri skoðun ef marka má viðtal hans við Daily Star.

"Ég held að Sven verði hjá okkur þangað til hann hættir að þjálfa. Ég átti ekki von á því að liðið næði þeim árangri sem það hefur náð í vetur, en ég sá fyrir mér að liðið myndi bæta sig talsvert. Við verðum að hrósa Sven fyrir þessa miklu bætingu og hann er einfaldlega heimsklassa stjóri að okkar mati. Þeir eru ekki margir í boltanum - en Sven er sannarlega einn þeirra," sagði Shinawatra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×