Innlent

Í fyrsta sinn sem borgarstjórnarmeirihluti springur

Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur segir að það hafi aldrei gerst áður að meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hafi sprungið. "Ástæðan er einfaldlega sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt sviðið í borgarstjórn ef undan er skilið tímabilið 1974 - 1978 og tímabil R-listans 1994-2006," segir Einar.

Einarsegir að samstarf félagshyggjuflokkana vel geta gengið. "R-listinn var samstarf 4 flokka í upphafi og það samstarf hélt í tólf ár þótt sumir flokkanna hafi skipt um nafn á þessum tíma og fleiri breytingar orðið," segir Einar. Hann bendir þó á að alltaf geti komið upp óleysanleg ágreiningsefni. "Þarna voru tveir flokkar í stjórn og í fyrstu virtist ekki neitt annað en að samstarfið myndi ganga upp hjá þeim," segir Einar og vísar til samstarfs D og B lista.

Svo hefur atburðarrásin undanfarna daga leitt til þeirrar stöðu sem nú er komin upp," segir Einar að lokum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×