Svona sneri Björn Ingi á sjálfstæðismenn 11. október 2007 16:34 MYND/Pjetur Atburðarásin í borgarpólitíkinni síðastliðna daga hefur verið hröð. Margir sjálfstæðismenn voru furðu slegnir þegar Björni Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á fundi með borgarstjóra í dag að hann hygðist slíta meirihlutasamstarfinu. Tæpum 16 klukkustundum fyrr höfðu þeir sammælst um að halda áfram samstarfinu þrátt fyrir ágreining. Sunnudagur 7. október - Björn Ingi kemur heim frá Kína. Þar var hann viðstaddur opnun frystigeymslu Eimskips sem stjórnarformaður Faxaflóahafna. Mánudagur 8. október - Sjálfstæðismenn halda blaðamannafund í Ráðhúsinu. Þar er tilkynnt að þeir ætli sér að flýta söluferli á hlut borgarinnar í Reykjavík Energy Invest. Ákvörðunin var ekki tekin í samráði við Björn Inga. Í viðtali við fjölmiðla segist Björn Ingi ekki vera sammála Sjálfstæðisflokknum um að borginni beri að selja hlut sinn í REI að svo stöddu. Þriðjudagur 9. október - Björn Ingi fundar með Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins. Guðni lýsir yfir fullum stuðningi við Björn Inga að fundi loknum. Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst hins vegar þess að Björn Ingi segi af sér.Minnihlutinn óskar eftir fundi með BirniFrá blaðamannafundi sjálfstæðismanna í Ráðhúsinu.MYND/HöskuldurMiðvikudagur 10. október - Aukafundur í borgarstjórn Reykjavíkur vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavik Energy Invest. Allir flokkar í borgarstjórn, utan Sjálfstæðisflokks, sammála um að bíða með sölu á hlut borgarinnar í REI. Minnihlutinn kemur sér saman um að óska eftir fundi með Birni Inga um mögulega myndun nýs meirihluta.Miðvikudagur 10. október - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Björn Ingi ræðast saman klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þeir verða sammála um að halda meirihlutasamstarfinu áfram þrátt fyrir ágreining um REI. Ennfremur sammælast þeir um að hittast á heimili borgarstjóra klukkan ellefu næsta morgun.Meirihlutinn springurDagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, verður nýr borgarstjóri.MYND/365Fimmtudagur 11. október:Klukkan 10.2? Björn Ingi og Vilhjálmur talast saman í síma. Vilhjálmur skilur Björn svo að fundur þeirra standi.Klukkan 10.30 Björn Ingi fundar með minnihlutanum í Reykjavík um myndun nýs meirihluta. Fundurinn stendur til klukkan tvö um daginn.Klukkan 11 Á meðan Björn Ingi fundar með minnihlutanum bíður borgarstjóri á heimili sínu eftir Birni. Aðstoðarmaður Vilhjálms reynir að ná símasambandi við Björn en án árangurs.Klukkan 13 Fundur meirihlutans í Höfða. Aðeins borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks mæta á svæðið auk Óskars Bergssonar, varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Björn Ingi lætur hins vegar ekki sjá sig. Sjálfstæðismenn ná ekki í Björn í síma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Klukkan 14 Björn óskar eftir fundi með borgarstjóra. Á sama tíma berast fregnir um að Björn hafi náð samkomulagi við minnihlutaflokkana í Reykjavík. Á fundi með borgarstjóra tilkynnir Björn að hann hyggist slíta samstarfinu.Klukkan 16.30 Blaðamannafundur nýs meirihluta við Ráðhús Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson verður nýr borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs.Klukkan 17.15 - Blaðamannafundur sjálfstæðismanna fyrir utan heimili Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Breiðholti. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, segir Björn Inga hafa komið fram af óheilindum í málinu. Hann segir sjálfstæðismenn vera sára og reiða út í Björn. Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira
Atburðarásin í borgarpólitíkinni síðastliðna daga hefur verið hröð. Margir sjálfstæðismenn voru furðu slegnir þegar Björni Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á fundi með borgarstjóra í dag að hann hygðist slíta meirihlutasamstarfinu. Tæpum 16 klukkustundum fyrr höfðu þeir sammælst um að halda áfram samstarfinu þrátt fyrir ágreining. Sunnudagur 7. október - Björn Ingi kemur heim frá Kína. Þar var hann viðstaddur opnun frystigeymslu Eimskips sem stjórnarformaður Faxaflóahafna. Mánudagur 8. október - Sjálfstæðismenn halda blaðamannafund í Ráðhúsinu. Þar er tilkynnt að þeir ætli sér að flýta söluferli á hlut borgarinnar í Reykjavík Energy Invest. Ákvörðunin var ekki tekin í samráði við Björn Inga. Í viðtali við fjölmiðla segist Björn Ingi ekki vera sammála Sjálfstæðisflokknum um að borginni beri að selja hlut sinn í REI að svo stöddu. Þriðjudagur 9. október - Björn Ingi fundar með Guðna Ágústssyni, formanni Framsóknarflokksins. Guðni lýsir yfir fullum stuðningi við Björn Inga að fundi loknum. Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, krefst hins vegar þess að Björn Ingi segi af sér.Minnihlutinn óskar eftir fundi með BirniFrá blaðamannafundi sjálfstæðismanna í Ráðhúsinu.MYND/HöskuldurMiðvikudagur 10. október - Aukafundur í borgarstjórn Reykjavíkur vegna málefna Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavik Energy Invest. Allir flokkar í borgarstjórn, utan Sjálfstæðisflokks, sammála um að bíða með sölu á hlut borgarinnar í REI. Minnihlutinn kemur sér saman um að óska eftir fundi með Birni Inga um mögulega myndun nýs meirihluta.Miðvikudagur 10. október - Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri og Björn Ingi ræðast saman klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þeir verða sammála um að halda meirihlutasamstarfinu áfram þrátt fyrir ágreining um REI. Ennfremur sammælast þeir um að hittast á heimili borgarstjóra klukkan ellefu næsta morgun.Meirihlutinn springurDagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, verður nýr borgarstjóri.MYND/365Fimmtudagur 11. október:Klukkan 10.2? Björn Ingi og Vilhjálmur talast saman í síma. Vilhjálmur skilur Björn svo að fundur þeirra standi.Klukkan 10.30 Björn Ingi fundar með minnihlutanum í Reykjavík um myndun nýs meirihluta. Fundurinn stendur til klukkan tvö um daginn.Klukkan 11 Á meðan Björn Ingi fundar með minnihlutanum bíður borgarstjóri á heimili sínu eftir Birni. Aðstoðarmaður Vilhjálms reynir að ná símasambandi við Björn en án árangurs.Klukkan 13 Fundur meirihlutans í Höfða. Aðeins borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks mæta á svæðið auk Óskars Bergssonar, varaborgarfulltrúa Framsóknarflokksins. Björn Ingi lætur hins vegar ekki sjá sig. Sjálfstæðismenn ná ekki í Björn í síma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.Klukkan 14 Björn óskar eftir fundi með borgarstjóra. Á sama tíma berast fregnir um að Björn hafi náð samkomulagi við minnihlutaflokkana í Reykjavík. Á fundi með borgarstjóra tilkynnir Björn að hann hyggist slíta samstarfinu.Klukkan 16.30 Blaðamannafundur nýs meirihluta við Ráðhús Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson verður nýr borgarstjóri og Björn Ingi formaður borgarráðs.Klukkan 17.15 - Blaðamannafundur sjálfstæðismanna fyrir utan heimili Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í Breiðholti. Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi, segir Björn Inga hafa komið fram af óheilindum í málinu. Hann segir sjálfstæðismenn vera sára og reiða út í Björn.
Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Sjá meira