1650 manns bíða eftir félagslegu húsnæði 11. október 2007 16:04 MYND/Pjetur 1650 manns bíða eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögunum og Öryrkjabandalaginu samkvæmt skýrslu sem Rannsóknarstöð þjóðmála við félagsvísindanefnd Háskóla Íslands vann fyrir nefnd á vegum félagsmálaráðherra. Nefndinni var ætlað að skila tillögum til að efla félagslegan þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum. Um 70 prósent þeirra sem bíða eftir húsnæði eru með heildartekjur undir 150 þúsund krónum á mánuði og flestir eru einhleypir og barnlausir en einstæðir foreldrar eru um 30 prósent. Yfir 700 börn eru á framfæri þeirra sem eru á biðlistunum. Þá sýnir símakönnunn sem gerð var í tengslum við rannsóknina að meirihluti Íslendinga býr við góðar húsnæðisaðstæður og viðunandi greiðslubyrði. Í könnunni kemur fram að sterkar vísbendingar eru um að erfitt sé fyrir ungar barnafjölskyldur að koma inn á fasteignamarkaðinn og fólk með tekjur undir meðaltekjum. Því lægri sem tekjurnar eru þeim mun erfiðara er það. Einstæðir foreldrar eru í sérstaklega erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Ef úrtakið er yfirfært á landsmenn alla hafa um sjö þúsund manns reynt að kaupa húsnæði á síðastliðnum árum en fallið frá því. Þetta er mun algengara á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Af þeim sem vilja kaupa en geta ekki er skortur á eigin fé stærsta hindrunin. Um 30.000 landsmanna á aldrinum 18-80 ára sem ekki búa í eigin húsnæði telja að erfitt verði fyrir þá að greiða afborganir og vexti af húsnæðislánum miðað við núverandi tekjur sínar. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
1650 manns bíða eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögunum og Öryrkjabandalaginu samkvæmt skýrslu sem Rannsóknarstöð þjóðmála við félagsvísindanefnd Háskóla Íslands vann fyrir nefnd á vegum félagsmálaráðherra. Nefndinni var ætlað að skila tillögum til að efla félagslegan þátt húsnæðislánakerfisins, þar með talinn leigumarkaðinn og lánveitingar til fólks undir skilgreindum eigna- og tekjumörkum. Um 70 prósent þeirra sem bíða eftir húsnæði eru með heildartekjur undir 150 þúsund krónum á mánuði og flestir eru einhleypir og barnlausir en einstæðir foreldrar eru um 30 prósent. Yfir 700 börn eru á framfæri þeirra sem eru á biðlistunum. Þá sýnir símakönnunn sem gerð var í tengslum við rannsóknina að meirihluti Íslendinga býr við góðar húsnæðisaðstæður og viðunandi greiðslubyrði. Í könnunni kemur fram að sterkar vísbendingar eru um að erfitt sé fyrir ungar barnafjölskyldur að koma inn á fasteignamarkaðinn og fólk með tekjur undir meðaltekjum. Því lægri sem tekjurnar eru þeim mun erfiðara er það. Einstæðir foreldrar eru í sérstaklega erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði. Ef úrtakið er yfirfært á landsmenn alla hafa um sjö þúsund manns reynt að kaupa húsnæði á síðastliðnum árum en fallið frá því. Þetta er mun algengara á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Af þeim sem vilja kaupa en geta ekki er skortur á eigin fé stærsta hindrunin. Um 30.000 landsmanna á aldrinum 18-80 ára sem ekki búa í eigin húsnæði telja að erfitt verði fyrir þá að greiða afborganir og vexti af húsnæðislánum miðað við núverandi tekjur sínar.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira